Naumt tap í síðasta leik fyrir HM

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk.
Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mátti þola tap, 26:24, fyrir Svíþjóð í vináttuleik karla í handbolta í Malmö í dag. Var leikurinn síðasti leikur beggja liða fyrir lokamót HM sem hefst eftir helgi.

Sænska liðið var skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn en litlu munaði á liðunum framan af. Var staðan 8:6 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður.

Svíþjóð náði svo fimm marka forskoti þegar skammt var eftir af hálfleiknum, 12:7. Íslenska liðinu gekk illa að koma boltanum framhjá Andreas Palicka í marki Svíþjóðar á meðan vörnin var ekki góð hinum megin.

Íslenska liðið vaknaði til lífsins á síðustu mínútum hálfleiksins og minnkaði muninn í þrjú mörk. Voru hálfleikstölur því 14:11.

Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og tókst að jafna í 17:17 þegar 20 mínútur voru til leiksloka og í kjölfarið komast yfir, 18:17.

Í stöðunni 19:19 skoruðu Svíar tvö mörk í röð og tókst Íslandi ekki að jafna eftir það. Fabian Norsten í markinu reyndist erfiður og heimamenn sigldu sigrinum í höfn.

Viggó Kristjánsson og Elvar Örn Jónsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Ísland og Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson gerðu þrjú hvor.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Svíþjóð 26:24 Ísland opna loka
60. mín. Þorsteinn Leó Gunnarsson (Ísland) skoraði mark 25 sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert