Ætlar að selja landsliðstreyjuna frá Peking

Logi Geirsson í treyjunni frægu.
Logi Geirsson í treyjunni frægu. mbl.is/Brynjar Gauti

Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, ætlar að mæta í landsliðsbúningnum frá Ólympíuleikunum í Peking í sjónvarpsútsendingu hjá RÚV.

Logi er sérfræðingur RÚV í kringum HM karla sem hefst á þriðjudag og hann greindi frá á samfélagsmiðlinum X í dag að hann ætli að mæta í búningnum, selja hann og gefa ágóðann góðu málefni.

Eins og frægt er hafnaði Ísland í öðru sæti á leikunum í Peking og því um sögufræga treyju að ræða.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert