Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, ætlar að mæta í landsliðsbúningnum frá Ólympíuleikunum í Peking í sjónvarpsútsendingu hjá RÚV.
Logi er sérfræðingur RÚV í kringum HM karla sem hefst á þriðjudag og hann greindi frá á samfélagsmiðlinum X í dag að hann ætli að mæta í búningnum, selja hann og gefa ágóðann góðu málefni.
Eins og frægt er hafnaði Ísland í öðru sæti á leikunum í Peking og því um sögufræga treyju að ræða.
Fékk spurningu áðan hvenær ég ætla að hvíla jakkafötin og mæta í landsliðstreyju í sjónvarpsútsendingu 📺? Ég svaraði nei það er ekki að fara að gerast!
— Logi Geirsson (@logigeirsson) January 12, 2025
Núna hef ég hins vegar hugsað málið og fékk hugmynd. Ef ég fæ 1000 like þá mæti ég í full kit landsliðsbúningnum frá… pic.twitter.com/himQOO3H0R