Gríðarlega stoltur mömmustrákur

Gísli Þorgeir Kristjánsson er skiljanlega gríðarlega stoltur af móður sinni.
Gísli Þorgeir Kristjánsson er skiljanlega gríðarlega stoltur af móður sinni. mbl.is/Eyþór Árnason

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, er afar stoltur af móður sinni, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þorgerður er formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn.

„Ég er gríðarlega stoltur mömmustrákur. Það breytist ekki. Það er búið að vera mikið álag á henni síðustu mánuði en hún hefur sýnt mikla seiglu. Ég er stoltur af henni og mjög ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Gísli við mbl.is á hóteli landsliðsins í Zagreb þar sem liðið keppir á lokamóti HM næstu daga.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er utanríkisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er utanríkisráðherra. mbl.is/Eyþór Árnason

Viðreisn birti myndband á samfélagsmiðlum þar sem feðginin fóru í spurningakeppni. Gísli spurði móður sína út í ferilinn sinn og Þorgerður spurði Gísla til baka um sinn stjórnmálaferil. Fyrir hvert rangt svar fékk sá aðili skot í rassinn frá hinum.

„Ég var ekki beint að hjálpa henni í kosningabaráttunni og þetta var ekkert planað. Þetta var bara létt og skemmtilegt uppátæki,“ sagði Gísli.

Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan. 

View this post on Instagram

A post shared by Viðreisn (@vidreisn)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert