Ítalir unnu upphafsleikinn eftir 28 ára fjarveru

Giacomo Savini fagnar marki í kvöld.
Giacomo Savini fagnar marki í kvöld. AFP/Bo Amstrup

Ítalía vann öruggan sigur á Túnis, 32:25, í upphafsleik HM 2025 í handknattleik í B-riðli í Herning í Danmörku í kvöld.

Ítalir léku þar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti í 28 ár.

Gestgjafar Danmerkur og Alsír mætast síðar í kvöld í riðlinum.

Túnis byrjaði betur og komst í 2:0 en eftir nokkuð jafnræði í kjölfarið hófu Ítalir að taka leikinn yfir og voru með sex marka forystu, 17:11, í hálfleik.

Ítalía náði strax sjö marka forystu í síðari hálfleik og reyndist eftirleikurinn auðveldur þar sem niðurstaðan var einmitt sjö marka sigur.

Leo Prantner fór á kostum hjá Ítalíu og skoraði tíu mörk.

Anouar Ben Abdallah var markahæstur hjá Túnis með sex mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert