Dagur byrjaði á stórsigri gegn Aroni

Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson takast í hendur fyrir leikinn …
Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson takast í hendur fyrir leikinn í kvöld. mbl.is/Eyþór

Króatía, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, lenti ekki í neinum vandræðum með Barein, sem Aron Kristjánsson þjálfar, þegar liðin mættust í H-riðli á HM 2025 í handbolta karla í Zagreb í Króatíu í kvöld. Lokatölur urðu 36:22.

Munurinn var átta mörk í hálfleik, 17:9, og var eftirleikurinn auðveldur fyrir lærisveina Dags á heimavelli sínum.

Mario Sostaric var markahæstur hjá Króatíu með sex mörk. Skammt undan var Filip Glavas með fimm mörk.

Ali Abdulla Eid skoraði sex mörk fyrir Barein.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert