Króatía, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, lenti ekki í neinum vandræðum með Barein, sem Aron Kristjánsson þjálfar, þegar liðin mættust í H-riðli á HM 2025 í handbolta karla í Zagreb í Króatíu í kvöld. Lokatölur urðu 36:22.
Munurinn var átta mörk í hálfleik, 17:9, og var eftirleikurinn auðveldur fyrir lærisveina Dags á heimavelli sínum.
Mario Sostaric var markahæstur hjá Króatíu með sex mörk. Skammt undan var Filip Glavas með fimm mörk.
Ali Abdulla Eid skoraði sex mörk fyrir Barein.