Eins og Hebbi Viðars á bassanum

Bjarki Már Elísson ræðir við mbl.is í dag.
Bjarki Már Elísson ræðir við mbl.is í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir fyrsta leik á HM á morgun en Ísland leikur við Grænhöfðaeyjar í Zagreb.

„Við þurfum að vera eins og Hebbi Viðars (bassaleikari Skítamórals) á bassanum og stýra tempóinu. Við ætlum okkur að fara á fullu í fyrsta leikinn og við getum ekki leyft okkur að hugsa neitt lengra,“ sagði Bjarki Már við mbl.is frá hóteli landsliðsins í Zagreb.

„Við vitum að það er klisja en við tökum þetta í alvörunni bara leik fyrir leik. Við byrjum á leik við Grænhöfðaeyjar og Grænhöfðaeyjar geta komist í milliriðil og þá tökum við þau stig með okkur áfram ef við vinnum.

Við byrjum á að vinna Grænhöfðaeyjar, svo ætlum við að vinna Kúbu og loks Slóveníu,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert