Gáfu okkur góð svör

Elvar Örn Jónsson
Elvar Örn Jónsson mbl.is/Eyþór Árnason

„Leikirnir við Svíþjóð gáfu okkur góð svör um hvar við erum staddir núna,“ sagði Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, í samtali við mbl.is á hóteli landsliðsins í Zagreb í Króatíu þar sem Ísland leikur á HM.

Ísland mætti Svíþjóð í tveimur leikjum ytra í undirbúningi fyrir mótið. Liðin skildu jöfn, 31:31, í fyrri leiknum og tapað síðan seinni leiknum með tveggja marka mun, 26:24.

„Varnarleikurinn var góður að mestu leyti í báðum leikjum og sóknarleikurinn var sérstaklega góður í fyrri leiknum. Við hefðum mátt hlaupa betur til baka í fyrri leiknum. Þeir skora einhver 16 mörk í hröðum leik í fyrri hálfleik í fyrri leiknum en við löguðum það í seinni leiknum.

Ég hefði viljað fá að minnsta kosti einn sigur. Við þurfum að skoða lokin á fyrri leiknum og gera betur í þessari stöðu. Svíar eru með frábært lið og eitt besta liðið í heimi í dag. Það var gaman að fá góða leiki rétt fyrir HM,“ sagði Elvar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert