Íslendingarnir eigast við (myndir)

Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson heilsast fyrir leik.
Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson heilsast fyrir leik. mbl.is/Eyþór

Staðan í leik Króatíu og Bareins á HM karla í handbolta er 17:9, Króatíu í vil, þegar þessi frétt er skrifuð í hálfleik.

Dagur Sigurðsson þjálfar heimamenn í Króatíu og Aron Kristjánsson þjálfar Barein. Er leikið í Zagreb Arena í höfuðborg Króatíu.

Eyþór Árnason, ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins, er á leiknum ásamt blaðamanni og tók meðfylgjandi myndir af íslensku þjálfurunum.

Dagur á hliðarlínunni í kvöld.
Dagur á hliðarlínunni í kvöld. mbl.is/Eyþór
Aron Kristjánsson ekki eins kátur.
Aron Kristjánsson ekki eins kátur. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert