Örugglega meira skrítið fyrir hann

Snorri Steinn Guðjónsson ræðir við mbl.is í dag.
Snorri Steinn Guðjónsson ræðir við mbl.is í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

Hafsteinn Óli Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja er liðið mætir Íslandi í fyrstu umferð G-riðils á HM karla í handbolta annað kvöld.

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands var lítið að velta því fyrir sér er hann ræddi við mbl.is á liðshóteli landsliðsins í Zagreb í Króatíu í dag.

„Er þetta ekki aðallega skemmtilegt fyrir ykkur? Þið fáið einhverjar fréttir út frá þessu. Ég velti þessu ekki mikið fyrir mér, þótt þetta sé auðvitað gaman.

Þetta er örugglega meira skrítið fyrir hann en við spáum lítið í þessu. Fyrir okkur er þetta bara leikur á móti Grænhöfðaeyjum sem við ætlum að mæta í af einbeitingu,“ sagði Snorri Steinn.

Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha í leik með Gróttu.
Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha í leik með Gróttu. mbl.is/Anton Brink
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert