Ætlum að keyra upp hraðann

Elvar Örn ligur eftir í kvöld.
Elvar Örn ligur eftir í kvöld. mbl.is/Eyþór

„Þetta var fínt. Við mættum á fullu í leikinn og kláruðum þetta,“ sagði Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, í samtali við mbl.is eftir 34:21-sigurinn á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik á HM í kvöld. 

Frammistaða Íslands var góð, þrátt fyrir slæman kafla um miðbik seinni hálfleiks.

„Við töluðum um í hálfleik að við ætluðum að halda áfram og keyra á þá. Við byrjuðum seinni hálfleikinn vel en svo kom smá kafli. Svona getur gerst.

Við réttum úr því og unnum seinni hálfleikinn líka. Þetta var flott en svolítið margir tæknifeilar á ákveðnum augnablikum,“ sagði hann.

Elvar Örn Jónsson lætur vaða í kvöld.
Elvar Örn Jónsson lætur vaða í kvöld. mbl.is/Eyþór

Elvar var sérstaklega sáttur við fyrri hálfleikinn, sem vannst með tíu mörkum.

„Við keyrðum vel á þá, fengum hraðaupphlaup, seinni bylgju og Viktor varði vel í markinu. Við stálum líka mörgum boltum og fengum auðveld mörk. Við erum bara að hugsa um okkur og við vildum hlaupa allan leikinn og mér fannst það takast vel.“

Næst á dagskrá er leikur gegn Kúbu annað kvöld. „Við förum að skoða þá núna. Við mætum eins til leiks og ætlum að keyra upp hraðann,“ sagði Elvar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka