Snorri: Það er lágmarkskrafa

Snorri Steinn Guðjónsson ræðir við mbl.is í Zagreb.
Snorri Steinn Guðjónsson ræðir við mbl.is í Zagreb. mbl.is/Eyþór Árnason

Snorri Steinn Guðjóns­son, landsliðsþjálf­ari karla í hand­bolta, er spennt­ur fyr­ir leik Íslands og Græn­höfðaeyja í kvöld en um fyrsta leik heims­meist­ara­móts­ins er að ræða.

„Ef við ætl­um að ná ár­angri á þessu móti verður leik­ur­inn að vinn­ast. Ég nálg­ast leik­inn samt ekki þannig að við eig­um að vinna hann og þetta er eitt­hvað forms­atriði. Við vinn­um leik­inn ef við erum góðir og nálg­umst þetta af ein­beit­ingu og virðingu.

Þú þarft alltaf að kalla fram ein­hverja frammistöðu og þú vilt alltaf fá góða frammistöðu í fyrsta leik og líða vel með eitt­hvað. Það er lyk­il­atriði. Að menn séu klár­ir og gera þetta af krafti er lág­marks­krafa og svo þurf­um við að bæta okk­ar gæðum ofan á það,“ sagði Snorri í sam­tali við mbl.is á liðshót­eli landsliðsins í gær.

Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason og Óskar Bjarni Óskarsson þjálfarar …
Snorri Steinn Guðjóns­son, Arn­ór Atla­son og Óskar Bjarni Óskars­son þjálf­ar­ar Íslands ræða sam­an. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Íslenska liðið er sér­lega vel mannað í horna­stöðunum og með fjóra mjög góða horna­menn, tvo í hvoru horni.

„Við erum með fjóra frá­bæra horna­menn og ég treysti þeim öll­um til að spila 60 mín­út­ur. Ég treysti þeim líka öll­um að koma inn á og standa sig. Það er ekki mik­ill höfuðverk­ur en auðvitað er fínt ef ein­hver tek­ur sig til og skor­ar tíu mörk. Við sjá­um til hvort ein­hverj­ir spila all­an leik­inn á morg­un og svo ein­hverj­ir aðrir næsta leik,“ sagði Snorri.

Ísland trygg­ir sér vænt­an­lega úr­slita­leik um topp­sæti riðils­ins við Slóven­íu með sigri á Græn­höfðaeyj­um og Kúbu í tveim­ur fyrstu leikj­un­um.

„Fyr­ir mína parta hef ég náð að ein­beita mér að þess­um fyrsta leik. Það á margt eft­ir að ger­ast áður en kem­ur að þess­um Slóveníu­leik. Það þarf fullt að ganga upp til að það verði úr­slita­leik­ur. Ég vill fá frammistöðu og sjá blóð á tönn­un­um hjá mönn­um. Ég vil að þeir spili þetta eins og þetta séu þeirra síðustu leik­ir,“ sagði Snorri.

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert