Stórstjarnan hefur góð áhrif á Svein

Sveinn Jóhannson ræðir við mbl.is á liðshótelinu í Zagreb.
Sveinn Jóhannson ræðir við mbl.is á liðshótelinu í Zagreb. mbl.is/Eyþór Árnason

Sveinn Jóhannsson, landsliðsmaður í handbolta, skipti yfir til Kolstad í Noregi frá Minden í Þýskalandi fyrir tímabilið.

Kolstad er besta lið Noregs og spilar í Meistaradeildinni. Á meðal leikmanna Kolstad er norska stórstjarnan Sander Sagosen. Sveinn kann afar vel við að spila með norska leikstjórnandanum.

„Menn eins og Sander Sagosen ýta manni rosalega áfram og hjálpar manni að bæta sig. Þetta eru aðstæður sem mér líður mjög vel í,“ sagði Sveinn við mbl.is.

Bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir eru einnig liðsfélagar Sveins hjá Kolstad, eins og Sigvaldi Björn Guðjónsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert