Króatíska landsliðið í handknattleik varð fyrir áfalli í kvöld þegar það vann auðveldan sigur á Argentínu, 33:18, í Zagreb á heimsmeistaramóti karla.
Lykilmaður liðsins og fyrirliði, Domagoj Duvnjak, haltraði af velli í fyrri hálfleik og útlit virðist fyrir að hann spili ekki með á næstunni. Fjölmiðlar sögðu að hann hefði farið grátandi úr húsinu að leik loknum. Hann hugðist leggja landsliðsskóna á hilluna að mótinu loknu.
Króatíska handknattleikssambandið mun skýra frá stöðunni á honum þegar hann hefur gengist í gegnum læknisrannsókn.
Króatar verða með Íslendingum í milliriðli heimsmeistaramótsins en Dagur Sigurðsson þjálfar lið þeirra.