Ráðherrann studdi íslenska liðið af innlifun

Ásthildur Lóa Þórsdóttir var á meðal áhorfenda í Zagreb í …
Ásthildur Lóa Þórsdóttir var á meðal áhorfenda í Zagreb í gær. mbl.is/Eyþór Árnason

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, ráðherra íþróttamála, er mætt til Zagreb í Króatíu og var á meðal áhorfenda þegar Ísland vann stórsigur gegn Grænhöfðaeyjum, 34:21, í G-riðli heimsmeistaramóts karla í handknattleik í gær.

Ásthildur Lóa var klædd í keppnistreyju landsliðsins í stúkunni og studdi liðið af mikilli innlifun en hún tók við embætti barna-, mennta- og íþróttamála á dögunum.

Hún hét því í upphafi árs að hún myndi styðja þétt við bakið á íþrótta- og afreksstarfi hér á landi og er nú mætt til Zagreb til þess að fylgja því loforði eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka