Fyrirliði Dags hefur lokið þátttöku á HM

Dagur Sigurðsson stýrir Króatíu.
Dagur Sigurðsson stýrir Króatíu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagur Sigurðsson, þjálfari króa­tíska karlalandsliðsins í handbolta, staðfesti í dag að lykilleikmaður liðsins og fyrirliði, Domagoj Duvnjak, hefur lokið þátttöku á HM.

Domagoj fór meiddur af velli í fyrri hálfleik þegar Króatía sigraði Argentínu, 33:18 í Zagreb í gær.

Hinn 36 ára gamli Igor Karacic, leikmaður hjá pólska stórliðinu Kielce, kemur inn í hópinn í hans stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka