Hræðilegt að missa af leiknum við Slóveníu

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra í Zagreb.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra í Zagreb. mbl.is/Eyþór Árnason

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, var áberandi í stúkunni á fyrsta leik Íslands á HM karla í handbolta í Zagreb á fimmtudaginn var. Hún verður einnig á leiknum við Kúbu í kvöld.

„Það var æðislegt að vera upp í stúku og það var mjög góð stemning. Það hefðu mátt vera fleiri, þótt stemningin hjá Íslendingunum hafi verið mjög góð. Það var ofsalega gaman að vera þarna,“ sagði hún við mbl.is í króatísku höfuðborginni.

„Ég hef aldrei farið á stórmót áður, svo þetta var upplifun fyrir mig. Ég fylgist alltaf með í janúar og að prófa þetta hefur kveikt í mér að fara á fleiri stórmót. Það var bara gaman á fyrsta leiknum. Það var engin óþægileg spenna. Þetta var bara skemmtilegt,“ sagði hún.

Ásthildur Lóa er á ferð og flugi um þessar mundir og liggur leiðin til Póllands eftir leikinn í kvöld.

„Ég sé leikinn við Kúbu en svo þarf ég að ferðast til Varsjár þar sem er fundur hjá menntamálaráðherrum Evrópu. Ég missi því miður af leiknum við Slóveníu sem er hræðilegt. Ég treysti á að liðið fari langt og þá reyni ég að mæta aftur,“ sagði Ásthildur Lóa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka