Aron búinn að pressa á mig

Snorri Steinn einbeittur á hliðarlínunni í gær.
Snorri Steinn einbeittur á hliðarlínunni í gær. mbl.is/Eyþór Árnason

Aron Pálmarsson lék sinn fyrsta leik á HM í handbolta í stórsigrinum á Kúbu í gærkvöldi. Aron hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa en æft í vikunni og var klár í slaginn í gær en Aron lék fyrstu 15 mínúturnar eða svo.

„Hann er búinn að vera óþreyjufullur og búinn að vera að pressa á mig ef eitthvað er. Ég vissi að það væri ekki einhver ákveðinn dagur sem hann myndi spila en mér fannst fínt að miða við milliriðlana,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson við mbl.is.

„Hann bar sig vel á æfingum og sjúkra- og læknateymið gáfu honum grænt ljós. Þá fannst mér upplagt að gefa honum mínútur í kvöld. Það er langt síðan hann spilaði alvöruleik. Það þurfa allir á mínútum að halda.

Mér fannst engin ástæða til að vera í einhverjum feluleik. Það mega allir vita að hann er að fara að spila næsta leik. Planið var að gefa honum 15-20 mínútur og það gekk vel. Hann hefði alveg getað spilað meira,“ sagði Snorri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert