Aron er ótrúlegur

Aron Pálmarsson og Orri Freyr Þorkelsson á bekknum í gærkvöldi.
Aron Pálmarsson og Orri Freyr Þorkelsson á bekknum í gærkvöldi. mbl.is/Eyþór Árnason

„Hann er ótrúlegur leikmaður,“ sagði Orri Freyr Þorkelsson, landsliðsmaður í handbolta, í samtali við mbl.is um Aron Pálmarsson.

Aron spilaði sinn fyrsta leik á HM í gærkvöldi er Ísland valtaði yfir Kúbu. Lék fyrirliðinn fyrsta korterið eða svo og sýndi mörg góð tilþrif.

„Hann sýndi það í gær að hann er góður í öllum þáttum leiksins. Hann var með góð mörk og lét spilið flæða. Það er ótrúlega sterkt að fá hann inn fyrr en búist var við,“ sagði Orri.

Upprunalega var haldið að Aron yrði frá keppni fram í milliriðla en hann hefur jafnað sig á kálfameiðslum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert