Nýja treyjan ekki fáanleg á HM

Nýja treyjan verður ekki í boði fyrir stuðningsmenn.
Nýja treyjan verður ekki í boði fyrir stuðningsmenn. mbl.is/Eyþór Árnason

Stuðningsfólk íslenska landsliðsins í handbolta getur ekki keypt nýja treyju landsliðsins á HM karla. Þá verður treyjan líklegast ekki til sölu heldur strax eftir mót.

Kom þetta fram í tilkynningu frá Adidas á Íslandi sem HSÍ birti í dag. Íslenska liðið skipti úr Kempa og yfir í Adidas seint á síðasta ári og hefur treyjan ekki verið til sölu til almennings síðan.

Yfirlýsingin:

Við héldum í vonina allt til þessa, í von um að eitthvað kraftaverk myndi breyta stöðunni, en því miður varð það ekki raunin.

Okkur þykir þetta mjög leitt og biðjumst velvirðingar á óþægindunum. Við munum láta vita um leið og treyjurnar verða fáanlegar í sölu.

HSÍ vinnur að því að láta merkja treyjur sem sambandið á hjá sér og fara þær til Zagreb í milliriðilinn fyrir stuðningsfólk Íslands þar.

Fyrir hönd Adidas á Íslandi,

Örvar Rudolfsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert