Ein breyting á leikmannahópi Íslands

Einar Þorsteinn Ólafsson er í leikmannahóp Íslands í kvöld.
Einar Þorsteinn Ólafsson er í leikmannahóp Íslands í kvöld. AFP/Ina Fassbender

Aron Pálmarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson eru báðir í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem mætir Slóveníu í lokaleik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í Zagreb í Króatíu í kvöld.

Aron, sem var ekki með í fyrsta leik mótsins, kom inn í hópinn fyrir leikinn gegn Kúbu á laugardaginn en Einar Þorsteinn hefur verið utan hóps í fyrstu tveimur leikjum mótsins.

Þeir Haukur Þrastarson og Sveinn Jóhannsson verða utan hóps í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19:30 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.

Leikmannahópur Íslands:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson
Viktor Gísli Hallgrímsson

Aðrir leikmenn:
Aron Pálmarsson
Bjarki Már Elísson
Einar Þorsteinn Ólafsson
Elliði Snær Viðarsson
Elvar Örn Jónsson
Gísli Þorgeir Kristjánsson
Janus Daði Smárason
Orri Freyr Þorkelsson
Óðinn Þór Ríkharðsson
Sigvaldi Björn Guðjónsson
Teitur Örn Einarsson
Viggó Kristjánsson
Ýmir Örn Gíslason
Þorsteinn Leó Gunnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert