Svíar og Spánverjar skildu jafnir, 29:29, í lokaleiknum í F-riðli heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Bærum í Noregi í kvöld.
Svíar og Spánverjar fengu 5 stig hvort lið í riðlinum, Sílebúar tvö og Japanir ekkert.
Portúgal er þar með efst í milliriðli þrjú og hefur keppni þar með 4 stig, Svíar og Spánverjar eru með 3 stig, og Brasilíumenn eru með 2 stig en Síle og Noregur hefja milliriðilinn án stiga.
Svíar voru yfir nær allan leikinn en Spánverjar jöfnuðu undir lokin og það var Alex Dujshebaev sem skoraði jöfnunarmark þeirra sex sekúndum fyrir leikslok.
Albin Lagergren skoraði 9 mörk fyrir Svía og Hampus Wanne 7 en Ferran Sole var markahæstur Spánverja með 7 mörk.