Þetta endaði í einhverri vitleysu

Janus Daði Smárason las dómaranum pistilinn.
Janus Daði Smárason las dómaranum pistilinn. mbl.is/Eyþór Árnason

Janus Daði Smárason fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir mótmæli í leik Íslands og Kúbu á HM í handbolta á laugardagskvöld.

Janus var ósáttur við íranska dómara leiksins og fannst þeir leyfa Kúbumönnum að komast upp með gróf brot.

„Mér fannst það klaufaskapur hjá dómurunum að hafa ekki verið harðari allan leikinn. Þá á þetta til að enda í einhverri vitleysu. Það gerði það fannst mér,“ sagði Janus um atvikið við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert