Holland skoraði flautumark – Ítalía á skriði

Niels Versteijnen í baráttunni gegn Katar í dag.
Niels Versteijnen í baráttunni gegn Katar í dag. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Niels Versteijnen reyndist hetja Hollands þegar liðið vann dramatískan sigur gegn Katar í fyrstu umferð milliriðils tvö á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Varazdín í Króatíu í dag.

Leiknum lauk með eins marks sigri Hollands, 38:37, en Versteijnen skoraði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins eftir að Katar hafnaði jafnað metin í 37:37 þegar 20 sekúndur voru til leiksloka.

Holland fer með sigrinum upp í annað sæti riðilsins í fjögur stig, líkt og Frakkland sem á leik til góða, en Katar er í neðsta sætinu án stiga.

Sjö marka sigur Ítala

Ítalía heldur áfram að koma á óvart á heimsmeistaramótinu en liðið vann öruggan sigur gegn Tékklandi í milliriðli eitt í Herning í Danmörku.

Leiknum lauk með sjö marka sigri Ítala, 25:18, en Andrea Carlo Parisini var markahæstur hjá Ítölum með fimm mörk.

Ítalir eru með 4 stig í þriðja sæti riðilsins, líkt og Danmörk og Þýskaland sem mætast síðar í kvöld, en Tékkland er í fimmta sætinu með eitt stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert