Meiðsli á æfingu íslenska liðsins

Sveinn fær aðhlynningu í dag.
Sveinn fær aðhlynningu í dag. mbl.is/Eyþór

Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson meiddist á æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í keppnishöllinni í Zagreb í dag.

Sveinn meiddist snemma á æfingunni á meðan íslenska liðið hitaði upp í fótbolta. Virtist Sveinn lenda illa og snúa sig. Var hann haltur í kjölfarið en ekki er ljóst á þessari stundu hve alvarleg meiðslin eru. 

Leikmaðurinn var ekki í upprunalega HM-hópnum en var kallaður inn í hópinn þegar Arnar Freyr Arnarsson meiddist skömmu fyrir mót.

mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert