Risastórt verkefni Alfreðs

Alfreð Gíslason á hliðarlínunni í leik hjá Þýskalandi á mótinu.
Alfreð Gíslason á hliðarlínunni í leik hjá Þýskalandi á mótinu. AFP/Claus Fisker

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi eiga ærið verkefni fyrir höndum þegar liðið hefur leik í milliriðli 1 á HM 2025 í handbolta karla í kvöld.

Þýskaland mætir nefnilega ríkjandi heimsmeisturum Danmerkur á heimavelli þeirra í Herning.

Bæði lið tóku með sér fjögur stig úr undanriðlum sínum og standa því vel að vígi í baráttunni um að komast í átta liða úrslit.

Danmörk er á ótrúlegri sigurgöngu á heimsmeistaramótum sem nær aftur til HM 2017 enda hefur liðið orðið heimsmeistari þrisvar sinnum í röð: 2023, 2021 og 2019. Liðið er ósigrað í 31 leik í röð á heimsmeistaramótum þar sem Danmörk hefur unnið 29 leiki og gert tvö jafntefli.

Takist lærisveinum Alfreðs að skáka Danmörku í kvöld yrði því um magnað afrek að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert