Slóvenía aldrei skorað færri mörk

Viktor Gísli Hallgrímsson átti lygilegan leik fyrir Ísland í gærkvöldi.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti lygilegan leik fyrir Ísland í gærkvöldi. mbl.is/Eyþór

Stórleikur Viktors Gísla Hallgrímssonar í 23:18-sigri Íslands á Slóveníu á HM í handbolta í gærkvöldi sá til þess að slóvenska liðið sló tvö óeftirsóknarverð met á heimsmeistaramótum.

Slóvenía tekur nú þátt á HM í 11. sinn og hefur samkvæmt Alþjóðahandknattleikssambandinu, IHF, aldrei skorað jafn fá mörk í einum leik á heimsmeistaramóti.

Átta mörk Slóvena í fyrri hálfleik í gærkvöldi eru þá sömuleiðis fæst mörk sem liðið hefur skorað í einum hálfleik á heimsmeistaramóti.

Viktor Gísli skellti einfaldlega í lás og varði 17 skot þegar Ísland tryggði sér sigur í G-riðli. Ísland mætir næst Egyptalandi í milliriðli 4 annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert