Uppselt er í hólfið þar sem Íslendingar sitja saman á HM karla í handbolta fyrir alla milliriðlana en Ísland mætir Egyptalandi, Argentínu og Króatíu í millriðli á Arena Zagreb-höllinni í Króatíu.
Ekki var uppselt í hólfin í riðlakeppninni en Íslendingar fjölmenna á leikina í milliriðlinum og Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ staðfesti við mbl.is í dag að uppselt væri í hólfið.
Ekki er þó uppselt í alla stúkuna á öllum leikjum Íslands í milliriðli og því enn hægt að fá miða á leiki íslenska liðsins.