Ein breyting á leikmannahópi Íslands

Haukur Þrastarson er í hópnum gegn Egyptalandi.
Haukur Þrastarson er í hópnum gegn Egyptalandi. mbl.is/Eyþór Árnason

Haukur Þrastarson kemur inn í leikmannahóp Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi í 1. umferð milliriðils fjögur á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Zagreb í kvöld.

Einar Þorsteinn Ólafsson er utan hóps, ásamt Sveini Jóhannssyni sem er meiddur, en Einar Þorsteinn kom inn í leikmannahópinn í fyrsta sinn á mótinu fyrir leikinn gegn Slóveníu í lokaumferð riðlakeppninnar.

Íslenska liðið er með fjögur stig, líkt og Egyptaland, og toppsæti riðilsins því undir þegar liðin mætast í kvöld klukkan 19:30 en leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is.

Leikmannahópur Íslands:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson
Viktor Gísli Hallgrímsson

Aðrir leikmenn:
Aron Pálmarsson
Bjarki Már Elísson
Elliði Snær Viðarsson
Elvar Örn Jónsson
Gísli Þorgeir Kristjánsson
Haukur Þrastarson
Janus Daði Smárason
Orri Freyr Þorkelsson
Óðinn Þór Ríkharðsson
Sigvaldi Björn Guðjónsson
Teitur Örn Einarsson
Viggó Kristjánsson
Ýmir Örn Gíslason
Þorsteinn Leó Gunnarsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert