Eins og hann sparki á eftir mér

Viggó ræður við mbl.is í gær.
Viggó ræður við mbl.is í gær. mbl.is/Eyþór Árnason

Viggó Kristjánsson og slóvenski markvörðurinn Urban Lesjak lentu í samstuði í leik Íslands og Slóveníu á HM karla í handbolta á mánudagskvöld.

Viggó lenti á markverðinum þegar hann skoraði úr hraðaupphlaupi og brást Lesjak illa við og var með ógnandi tilburði í garð Viggós.

„Ég er í hraðaupphlaupi og hoppa eiginlega alveg ofan í hann þegar ég skýt á markið. Þá verður til samstuð og við dettum báðir niður. Ég geri ráð fyrir að hann hafi meitt sig við það.

Þegar ég stend svo upp finnst mér eins og hann sparki á eftir mér. Ég hef ekki séð þetta aftur en það var mín tilfinning og þess vegna var ég ósáttur,“ útskýrði Viggó og hélt áfram:

„Svo var hann eitthvað ógnandi og þá ákvað ég að labba í burtu. Þetta var í hita leiksins og í dag er þetta búið og gleymt,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert