Ekkert skemmtilegra fyrir okkur handboltamenn

Viggó fagnar sigrinum í kvöld.
Viggó fagnar sigrinum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Viggó Kristjáns­son, marka­hæsti leikmaður Íslands í sigr­in­um á móti Egyptalandi á HM í hand­bolta í kvöld, var í afar góðu skapi þegar hann ræddi við mbl.is eft­ir leik.

„Það er ótrú­lega góð til­finn­ing að spila vel og það eru svona marg­ir Íslend­ing­ar í stúk­unni. Það er ólýs­an­legt og það er ekk­ert skemmti­legra en það fyr­ir okk­ur hand­bolta­menn.

Það er ekki sjálfsagt að Íslend­ing­arn­ir komi og styðji vel við okk­ur í janú­ar. Það ger­ir þetta svo miklu skemmti­legra fyr­ir okk­ur. Þetta er eins og að spila á heima­velli,“ sagði Viggó kát­ur.

Viggó á vítalínunni í kvöld.
Viggó á vítalín­unni í kvöld. mbl.is/​Eyþór

Rétt eins og á móti Slóven­íu náði ís­lenska liðið for­skoti snemma leiks og hélt því all­an leik­inn.

„Þetta var svipaður leik­ur og á móti Slóven­um upp á að það gekk ekki allt upp hjá okk­ur í sókn­inni. Bar­átt­an var til fyr­ir­mynd­ar og Vikt­or góður á bak við.“

Íslenska liðið gull­trygg­ir sér sæti í átta liða úr­slit­um með sigri á Króa­tíu á föstu­dags­kvöld.

„Það eru tveir leik­ir eft­ir og þetta er sama tugg­an. Við þurf­um að und­ir­búa okk­ur eins vel og við get­um, taka góða end­ur­heimt og halda okk­ur á jörðinni. Þá von­andi get­um við unnið Króa­tíu,“ sagði Viggó.

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert