Fékk rembingskoss frá kærustunni í leikslok (myndir)

Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Gísli Þorgeir Kristjánsson. mbl.is/Eyþór

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæran leik fyrir íslenska karlalandsliðið í handknattleik þegar liðið vann frækinn sigur gegn Egyptalandi, 27:24, í 1. umferð milliriðils fjögur á heimsmeistaramótinu í Zagreb í Króatíu í kvöld.

Gísli Þorgeir skoraði tvö mörk í leiknum, fiskaði tvö vítaköst og gaf nokkrar stoðsendingar á liðsfélaga sína en varnarmenn Egyptalands voru í stökustu vandræðum með hann, allan leikinn.

Með sigrinum tyllti íslenska liðið sér á toppinn í milliriðli fjögur, með 6 stig, og hefur tveggja stiga forskot á Króatíu, Slóveníu og Egyptaland þegar tveimur umferðum er ólokið en Ísland mætir Króatíu á föstudaginn og loks Argentínu á sunnudaginn kemur í lokaumferðinni.

Gísli Þorgeir fékk rembingskoss frá kærustu sinni, Rannveigu Bjarnadóttur, í leikslok og þá fékk hann einnig innilegt faðmlag frá móður sinni, utanríkisráðherranum Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Eyþór Árnason, ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins, er í Zagreb og fangaði stemninguna í Zagreb Arena í kvöld.

Gísli Þorgeir ásamt kærustu sinni Rannveigu Bjarnadóttur.
Gísli Þorgeir ásamt kærustu sinni Rannveigu Bjarnadóttur. mbl.is/Eyþór
Rembingskoss í leikslok.
Rembingskoss í leikslok. mbl.is/Eyþór
Mæðginin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Mæðginin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson. mbl.is/Eyþór
Mæðginin fallast í faðma.
Mæðginin fallast í faðma. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert