Egyptar sigraðir og Ísland í toppmálum

Ísland tók risa­stórt skref í átt­ina að átta liða úr­slit­um heims­meist­ara­móts karla í hand­bolta með sigri á Egyptalandi, 27:24, í fyrsta leik liðanna í mill­iriðli í Za­greb í kvöld. Ísland er á toppi riðils­ins með sex stig, tveim­ur stig­um meira en Egypta­land, Króatía og Slóven­ía.

Hef­ur ís­lenska liðið unnið alla fjóra leiki sína á mót­inu til þessa.

Lítið var skorað í upp­hafi leiks og var Jan­us Daði Smára­son með eina markið fyrstu tæpu sjö mín­út­urn­ar. Vikt­or Gísli Hall­gríms­son byrjaði mjög vel í mark­inu og var staðan 1:0 fram að 7. mín­útu þegar Jan­us breytti stöðunni í 2:0.

Gísli Þorgeir Kristjánsson stöðvaður í gegnumbroti í leiknum í kvöld.
Gísli Þor­geir Kristjáns­son stöðvaður í gegn­um­broti í leikn­um í kvöld. mbl.is/​Eyþór

Egypt­ar skoruðu næstu tvö mörk og jöfnuðu í 2:2 á 9. mín­útu. Ísland náði frum­kvæðnu aft­ur eft­ir það og Orri Freyr Þorkels­son breytti stöðunni í 5:3 á 13. mín­útu. Mun­ur­inn varð þrjú mörk í fyrsta skipti í stöðunni 7:4 skömmu síðar.

Liðin skipt­ust á að skora næstu mín­út­ur. Ísland hélt for­yst­unni, án þess þó að ná að hrista Egypt­ana af sér. Mun­ur­inn varð þó fjög­ur mörk í fyrsta og eina skiptið í fyrri hálfleik þegar Viggó Kristjáns­son skoraði úr víti eft­ir að leiktím­inn rann út.

Snorri Steinn Guðjónsson og leikmenn á bekknum fagna marki í …
Snorri Steinn Guðjóns­son og leik­menn á bekkn­um fagna marki í kvöld. mbl.is/​Eyþór

Voru hálfleikstöl­ur því 13:9 Íslandi í vil.

Ísland byrjaði seinni hálfleik­inn frek­ar vel og var mun­ur­inn fimm mörk eft­ir tíu mín­út­ur af hon­um, 19:14. Sem fyrr gekk þó illa að hrista Egypta af sér og munaði þrem­ur mörk­um þegar seinni hálfleik­ur var hálfnaður, 20:17.

Janus Daði Smárason sækir að vörn Egypta.
Jan­us Daði Smára­son sæk­ir að vörn Egypta. mbl.is/​Eyþór

Íslenska liðið svaraði því með virki­lega góðum kafla og náði sex marka for­skoti í fyrsta skipti þegar tólf mín­út­ur voru eft­ir, 24:18. Sem fyrr svöruðu Egypt­ar og munaði fjór­um mörk­um þegar níu mín­út­ur voru til leiks­loka, 24:20.  

Aron Pálm­ars­son kom Íslandi í 27:22 þegar rúm­ar tvær mín­út­ur voru til leiks­loka og voru Egypt­ar ekki lík­leg­ir til að jafna eft­ir það.

Viggó Kristjáns­son var marka­hæst­ur ís­lenska liðinu með níu mörk og Aron Pálm­ars­son skoraði átta. Orri Freyr Þorkels­son var næst­ur með þrjú. Vikt­or Gísli Hall­gríms­son varði 15 skot í ís­lenska mark­inu, þar af eitt víti. 

Aron Pálmarsson brýst í gegnum vörn Egypta og skorar.
Aron Pálm­ars­son brýst í gegn­um vörn Egypta og skor­ar. mbl.is/​Eyþór

Næstu leik­ur Íslands er gegn heima­mönn­um í Króa­tíu á föstu­dags­kvöld klukk­an 19.30. Dag­ur Sig­urðsson stýr­ir króa­tíska liðinu.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Ísland 27:24 Egypta­land opna loka
Viggó Kristjánsson - 9 / 4
Aron Pálmarsson - 8
Orri Freyr Þorkelsson - 3
Gísli Þorgeir Kristjánsson - 2
Janus Daði Smárason - 2
Ýmir Örn Gíslason - 1
Sigvaldi Björn Guðjónsson - 1
Elliði Snær Viðarsson - 1
Mörk 8 / 3 - Ali Zein
5 - Ahmed Adel
3 - Seif Elderaa
3 - Yahia Omar
2 - Ahmed Khairi
2 - Ahmed Nafea
1 - Ahmed Hesham
Viktor Gísli Hallgrímsson - 15 / 1
Varin skot 14 / 1 - Karim Hendawy

8 Mín

Brottvísanir

4 Mín

mín.
60 Leik lokið
Leik lokið með frábærum þriggja marka sigri íslenska liðsins, 27:24. Frábær varnarleikur, frábær sóknarleikur og Viktor Gísli stórkostlegur í markinu! Ísland fer með sigrinum á topp riðilsins og er nú með 6 stigm tveimur stigum meira en Egyptaland, Króatía og Slóvenía.
60 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Viktor Gísli ver aukakastið!
60 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Viktor Gísli ver lokaskotið! Bara aukakastið eftir.
60 Egyptaland tekur leikhlé
Þriðja og síðasta leikhléið.
60 Ísland tapar boltanum
Leiktöf.
60 Ísland tekur leikhlé
Snorri Steinn tekur sitt þriðja og síðasta leikhlé. Tæplega 30 sekúndur eftir. Íslenska liðið ætlar að klára þennan leik á marki og klára þetta með fjórum mörkum.
60 27 : 24 - Ahmed Hesham (Egyptaland) skoraði mark
59 Gísli Þorgeir Kristjánsson (Ísland) skýtur yfir
59 27 : 23 - Ali Zein (Egyptaland) skorar úr víti
Ein og hálf mínúta eftir.
59 Ahmed Khairi (Egyptaland) fiskar víti
58 27 : 22 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
28 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
VIKTOR GÍSLI ver! Tvær og hálf mínúta eftir. Mark núna og Ísland fer langt með þetta.
58 Ísland tapar boltanum
Skref.
57 Ahmed Adel (Egyptaland) skýtur yfir
56 Karim Hendawy (Egyptaland) varði skot
55 26 : 22 - Ali Zein (Egyptaland) skoraði mark
55 26 : 21 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
54 Ísland tekur leikhlé
Snorri Steinn tekur sitt annað leikhlé. Rúmlega sex mínútur eftir af leiknum. Egyptarnir öflugir sjö á sex.
54 25 : 21 - Ahmed Khairi (Egyptaland) skoraði mark
Khairi labbar í gegn og skorar.
54 Ísland tapar boltanum
Boltinn dæmdur af Íslandi.
53 Yahia Omar (Egyptaland) á skot í stöng
Boltinn í stöngina og Aron Pálmarsson nær boltanum.
52 25 : 20 - Gísli Þorgeir Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Gísli labbar í gegn og skorar!
51 24 : 20 - Ali Zein (Egyptaland) skorar úr víti
Fjögurra marka munur.
51 Ahmed Khairi (Egyptaland) fiskar víti
Sigvaldi stóð inn í teig.
50 Ísland tapar boltanum
Viggó kastar boltanum út af.
50 24 : 19 - Yahia Omar (Egyptaland) skoraði mark
Omar kemst í gegn og skorar.
49 Textalýsing
Egyptarnir komnir í sjö á sex.
49 24 : 18 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Aron fyrstur fram og skorar úr hraðaupphlaupi! Sex marka munur!
48 Egyptaland tapar boltanum
Janus stelur boltanum!
48 23 : 18 - Gísli Þorgeir Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Frábært gegnumbrot!
48 22 : 18 - Ahmed Adel (Egyptaland) skoraði mark
Mark af línunni.
47 Egyptaland tekur leikhlé
Egyptar taka sitt annað leikhlé. Þeir eiga engin svör við frábærum varnarleik íslenska liðsins.
47 22 : 17 - Sigvaldi Björn Guðjónsson (Ísland) skoraði mark
Frábært mark beint úr hraðaupphlaupi!
47 Egyptaland tapar boltanum
Janus Daði stelur boltanum!
46 Ísland tapar boltanum
Misheppnuð línusending.
46 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Viktor ver! Hans fyrsta varða skot í seinni hálfleik.
45 21 : 17 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
VIGGÓ! Skot fyrir utan! Sá er að stíga upp!
44 20 : 17 - Ali Zein (Egyptaland) skoraði mark
Boltinn fer undir Viktor Gísla.
44 Karim Hendawy (Egyptaland) ver víti
Það hlaut að koma að því. Hendawy ver vítakastið frá Viggó.
43 Elliði Snær Viðarsson (Ísland) fiskar víti
43 20 : 16 - Seif Elderaa (Egyptaland) skoraði mark
42 20 : 15 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Viggó! Snýr sér hálfpartinn í hring og skorar!
42 19 : 15 - Ahmed Nafea (Egyptaland) skoraði mark
41 19 : 14 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Brunar upp í hraðaupphlaup og skorar!
41 Egyptaland tapar boltanum
Viggó stelur boltanum!
41 Egyptaland tapar boltanum
Kasta boltanum frá sér.
40 Elvar Örn Jónsson (Ísland) fékk 2 mínútur
Tvær mínútur fyrir að ýta á eftir Elderaa í loftinu.
40 18 : 14 - Seif Elderaa (Egyptaland) skoraði mark
Minnkar muninn í fjögur mörk.
39 18 : 13 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Fimm marka munur á nýjan leik! Viggó gegn eftir frábæran undirbúning Gísla Þorgeirs.
39 Karim Hendawy (Egyptaland) varði skot
Ísland heldur boltanum.
39 17 : 13 - Ahmed Nafea (Egyptaland) skoraði mark
38 17 : 12 - Elliði Snær Viðarsson (Ísland) skoraði mark
Frábært mark af línunni eftir sendingu Arons.
37 Egyptaland tapar boltanum
Misheppnuð línusending.
37 Karim Hendawy (Egyptaland) varði skot
37 Egyptaland tapar boltanum
Skref.
36 16 : 12 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
...þvílík seigla hjá landsliðsfyrirliðanum.
36 Karim Hendawy (Egyptaland) varði skot
Ver frá Aroni sem hirðir eigið frákast...
35 15 : 12 - Seif Elderaa (Egyptaland) skoraði mark
Slakur varnarleikur og Elderaa labbar í gegn.
35 Elvar Örn Jónsson (Ísland) á skot í stöng
34 15 : 11 - Ahmed Adel (Egyptaland) skoraði mark
33 15 : 10 - Ýmir Örn Gíslason (Ísland) skoraði mark
Frábært samspil Gísla Þorgeirs og Ýmis.
33 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) ver víti
Viktor Gísli ver vítakastið! Þvílíkur maður!
32 Aron Pálmarsson (Ísland) fékk 2 mínútur
Hangir í treyjunni hans Omars.
32 Yahia Omar (Egyptaland) fiskar víti
31 14 : 10 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skorar úr víti
31 Ýmir Örn Gíslason (Ísland) fiskar víti
Ýmir í gegn og fiskar víti.
31 13 : 10 - Ahmed Adel (Egyptaland) skoraði mark
31 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
31 Leikur hafinn
Síðari hálfleikurinn er kominn af stað og það er egypska liðið sem byrjar með boltann.
30 Hálfleikur
Frábærum fyrri hálfleik lokið í Zagreb og íslenska liðið leiðir með fjögurra marka mun! Varnarleikurinn enn og aftur frábær og Viktor Gísli stórkostlegur í markinu! Forysta íslenska liðsins mjög sanngjörn. Nú er að sigla þessu heim, alveg eins og gegn Slóveníu, í síðari hálfleiknum.
30 13 : 9 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skorar úr víti
Viggó kemur Íslandi fjórum mörkum yfir með frábæru víti!
30 Ýmir Örn Gíslason (Ísland) fiskar víti
Rifinn niður á línunni!
30 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Viktor Gísli ver og Ísland fær síðustu sókn fyrri hálfleiks.
29 12 : 9 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Hamar frá Aroni fyrir utan og Ísland leiðir með þremur!
29 Egyptaland tapar boltanum
Lína á Egypta.
28 Karim Hendawy (Egyptaland) varði skot
28 Egyptaland tapar boltanum
Ruðningur.
27 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Frábær varsla en Egyptar halda boltanum.
27 Textalýsing
Íslenska liðið svo nálægt því að stela boltanum en boltinn í fótinn á Sigvalda.
27 Elliði Snær Viðarsson (Ísland) fékk 2 mínútur
Lendir fyrir aftan Adel og togar hann niður.
26 11 : 9 - Orri Freyr Þorkelsson (Ísland) skoraði mark
Aftur skorar Orri úr vinstra horninu!
26 10 : 9 - Ahmed Khairi (Egyptaland) skoraði mark
25 10 : 8 - Orri Freyr Þorkelsson (Ísland) skoraði mark
Beint úr vinstra horninu! Gríðarlega mikilvægt mark! Fimm og hálf mínúta síðan Íslands skoraði síðast.
25 Karim Hendawy (Egyptaland) varði skot
Ver frá Hauki. Ísland heldur boltanum.
24 Abdelrahman Abdou (Egyptaland) fékk 2 mínútur
Fer með höndina í andlitið á Elliða.
24 Ísland tekur leikhlé
Snorri Steinn tekur sitt fyrsta leikhlé. Sóknarleikurinn aðeins stirður þessa stundina og íslenska liðið er ekki að nýta færin sín.
24 Egyptaland tapar boltanum
Ólögleg blokkering.
24 Karim Hendawy (Egyptaland) varði skot
22 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Frábær varsla!
22 Karim Hendawy (Egyptaland) varði skot
Ver frá Sigvaldi úr dauðafæri í horninu.
21 9 : 8 - Ahmed Adel (Egyptaland) skoraði mark
20 Karim Hendawy (Egyptaland) varði skot
Ver frá Viggó úr dauðafæri!
20 Yahia Omar (Egyptaland) fékk 2 mínútur
Keyrir Aron Pálmarsson niður.
19 9 : 7 - Ali Zein (Egyptaland) skoraði mark
19 9 : 6 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Aron skorar og skorar! Aftur eftir hraða miðju!
19 8 : 6 - Ahmed Adel (Egyptaland) skoraði mark
18 8 : 5 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Eftir hraða miðju.
18 7 : 5 - Ali Zein (Egyptaland) skoraði mark
18 Egyptaland tekur leikhlé
Egyptaland tekur sitt fyrsta leikhlé. Erum þremur mörkum undir í fyrsta sinn í leiknum og sóknarleikurinn stirður.
18 7 : 4 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skorar úr víti
Viggó skorar af öryggi!
17 Gísli Þorgeir Kristjánsson (Ísland) fiskar víti
Gísli enn og aftur að brjóta sér leið í gegnum vörn Egypta.
17 Egyptaland tapar boltanum
Skref.
16 6 : 4 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Aron inn úr horninu! Sjaldséð en frábært mark.
15 5 : 4 - Ali Zein (Egyptaland) skorar úr víti
15 Yahia Omar (Egyptaland) fiskar víti
14 Karim Hendawy (Egyptaland) varði skot
14 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
VIKTOR GÍSLI ver úr dauðafæri Egypta!
14 Ísland tapar boltanum
Skref.
13 Egyptaland tapar boltanum
Kasta boltanum frá sér.
13 5 : 3 - Orri Freyr Þorkelsson (Ísland) skoraði mark
Orri svarar strax eftir hraða miðju.
12 4 : 3 - Yahia Omar (Egyptaland) skoraði mark
Viktor Gísli var í réttu horni.
12 4 : 2 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skorar úr víti
Skorar af öryggi.
11 Gísli Þorgeir Kristjánsson (Ísland) fiskar víti
Frábært gegnumbrot.
10 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Viktor Gísli er í ham! Gott skot fyrir utan en Viktor Gísli ver enn og aftur.
10 3 : 2 - Viggó Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Frábært gegnumbort og frábært skot!
9 2 : 2 - Yahia Omar (Egyptaland) skoraði mark
9 Elvar Örn Jónsson (Ísland) skýtur yfir
Neyðarskot yfir markið.
8 2 : 1 - Ali Zein (Egyptaland) skoraði mark
7 2 : 0 - Janus Daði Smárason (Ísland) skoraði mark
Frábært gólfskot fyrir utan, eftir að hafa fíflað varnarmenn Egyptalands.
7 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Áfram ver Viktor. nú af línunni!
7 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Viktor Gísli ver en aukakast dæmt.
7 Karim Hendawy (Egyptaland) varði skot
Ver skot Viggós fyrir utan.
6 Karim Hendawy (Egyptaland) varði skot
Ísland heldur boltanun.
6 Egyptaland tapar boltanum
Stolinn bolti.
5 Ísland tapar boltanum
Kasta boltanum frá sér.
4 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Viktor Gísli ver skot fyrir utan.
4 Ísland tapar boltanum
Skref.
3 Ahmed Adel (Egyptaland) á skot í stöng
Íslenska liðið nær boltanum.
3 Karim Hendawy (Egyptaland) varði skot
Ver frá Elvrari.
3 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
VIKTOR GÍSLI ER MÆTTUR! Ver frá Omar úr dauðafæri!
2 Janus Daði Smárason (Ísland) fékk 2 mínútur
Teikar Ahmed Adel.
1 1 : 0 - Janus Daði Smárason (Ísland) skoraði mark
Frábært undirhandarskot.
1 Leikur hafinn
Þetta er komið af stað og það er íslenska liðið sem byrjar með boltann.
0 Textalýsing
Þjóðsöngvarnir búnir og þetta er að bresta á.
0 Textalýsing
Egypska liðið er með leikmenn í stórliðum eins og Veszprém, París SG, Kielce og Montpellier. Liðið verður þó án sterkra leikmanna á borð við Ahmed Hesham, Yehia Elderaa og Hassan Kaddah en þeir eru allir að glíma við meiðsli. Eru þeir þrír af betri leikmönnum Egypta en þrátt fyrir fjarveru þeirra vann Egyptaland áðurnefndan sigur á Króatíu.
0 Textalýsing
Þrátt fyrir það hefur íslenska liðið verið með fín tök á því egypska. Ísland vann vináttuleik þeirra árið 2017, 30:27, og síðasta leik á stórmóti á HM 2015, 28:25. Þau skildu jöfn á Ólympíuleikunum árið 2008, 32:32. Egyptaland hefur ekki unnið Ísland á stórmóti frá árinu 2001, 24:22. Þá enduðu Egyptar í fjórða sæti, sem er þeirra besti árangur, í Frakklandi.
0 Textalýsing
Egypska liðinu hefur gengið betur en því íslenska á fjórum síðustu heimsmeistaramótum. Egyptar enduðu í 7. sæti á síðasta heimsmeistaramóti og Ísland í 12. sæti. Árið 2021 urðu Egyptar einnig í 7. sæti og Ísland í 20. sæti. Árið 2019 urðu Egyptar áttundu. og Íslendingar elleftu. Tveimur árum fyrr varð Ísland í 14. sæti og Egyptaland í 13. sæti. Ísland endaði síðast fyrir ofan Egyptaland á HM 2015 en þá varð íslenska liðið í 11. sæti og það egypska í 14. sæti.
0 Textalýsing
Orri Freyr Þorkelsson er markahæsti leikmaður Íslands á mótinu til þessa með 16 mörk úr 18 skotum. Ali Zein er markahæsti leikmaður Egyptalands á mótinu með 12 mörk úr 18 skotum.
0 Textalýsing
Ísland hafði betur gegn Slóveníu, 23:18, Grænhöfðaeyjum, 34:21, og Kúbu, 40:19, í fyrstu þremur leikjum sínum á mótinu en Egyptaland lagði Króatíu, 28:24, Barein, 35:24, og Argentínu, 39:25, í riðlakeppninni.
0 Textalýsing
Bæði lið koma inn í milliriðlakeppnina með fullt hús stiga eða fjögur stig. Leikurinn í kvöld er því sannkallaður toppslagur þar sem efsta sæti riðilsins er undir.
0 Textalýsing
Komiði sæl og blessuð og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Íslands og Egyptalands í 1. umferð milliriðils fjögur á HM í Króatíu.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Robert Schulze og Tobias Toennies, Þýskalandi

Gangur leiksins: 1:0, 3:2, 5:4, 9:7, 10:8, 13:9, 15:12, 18:14, 21:17, 24:19, 26:22, 27:24.

Lýsandi: Bjarni Helgason

Völlur: Arena Zagreb

Ísland: Björgvin Páll Gústavsson (M), Viktor Gísli Hallgrímsson (M). Óðinn Þór Ríkharðsson, Janus Daði Smárason, Aron Pálmarsson, Viggó Kristjánsson , Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson , Ýmir Örn Gíslason , Þorsteinn Leó Gunnarsson, Elliði Snær Viðarsson, Orri Freyr Þorkelsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Teitur Örn Einarsson, Haukur Þrastarson.

Egyptaland: Karim Hendawy (M), Mohamed Aly (M). Yahia Omar, Seif Hany, Abdelrahman Abdou, Ahmed Hesham, Ahmed Khairi, Belal Masoud, Ibrahim Elmasry, Seif Elderaa, Akram Yousri, Mohsen Ramadan, Yasser Abdelwahed, Ahmed Nafea, Ahmed Adel, Ali Zein.

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert