Magnað afrek Ítalíu á HM

Ítalía hefur átt góðu gengi að fagna á HM 2025 …
Ítalía hefur átt góðu gengi að fagna á HM 2025 í handbolta karla. AFP/Bo Amstrup

Ítalska landsliðið í handbolta hefur komið á óvart á heimsmeistaramótinu í ár. Ítalía hefur þegar unnið þrjá leiki til þessa en ekki hefur verið hlaupið að því að liðið vinni leiki á stórmótum.

Danski handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen vekur athygli á því á X-aðgangi sínum að fyrir mótið í ár hafði Ítalía einungis unnið þrjá leiki á stórmótum í sögunni.

Nú væri ítalska liðið þegar búið að jafna þann árangur og getur enn bætt sigrum í safnið þar sem það á eftir að mæta lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi og Sviss í milliriðli 1.

Ítalía vann einmitt Sviss 31:29 í vináttulandsleik áður en heimsmeistaramótið hófst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert