Nenntu ekki að spila á móti okkur

Elvar Örn Jónsson á æfingu íslenska liðsins í gær.
Elvar Örn Jónsson á æfingu íslenska liðsins í gær. mbl.is/Eyþór Árnason

Elvar Örn Jónsson átti góðan leik í vörn Íslands í sigrinum á Slóveníu, 23:18, í lokaleik Íslands í riðlakeppni HM í handbolta á mánudagskvöld. Ísland byrjar með fjögur stig í milliriðli eftir sigurinn.

„Maður er mjög ánægður með leikinn í gegn Slóveníu. Baráttuviljinn og allt það var upp á tíu. Fljótlega eftir leik þurfti maður að koma sér niður á jörðina aftur. Það er svo stutt á milli leikja að við getum ekki fagnað of mikið,“ sagði Elvar í samtali við mbl.is.

„Við vorum hreyfanlegir og í andlitinu á þeim allan tímann. Þegar þeir opnuðu okkur var Viktor fyrir aftan að verja frá þeim. Maður fann að þeir nenntu ekki að spila á móti vörninni okkar.

Við vorum ekki að opna okkur mikið og þeir urðu þreyttir fljótt. Það slökkti svo í þeim þegar Viktor var að verja svona,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert