Skilur gagnrýni Ólafs Stefánssonar

Viggó Kristjánsson fagnar í leiknum gegn Slóveníu.
Viggó Kristjánsson fagnar í leiknum gegn Slóveníu. mbl.is/Eyþór

Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður Íslandssögunnar, gagnrýndi landsliðsmanninn Viggó Kristjánsson fyrir að skipta úr Leipzig og yfir í Erlangen um áramótin í hlaðvarpinu Handkastið.

Leipzig er um miðja deild í þýsku 1. deildinni á meðan Erlangen er í mikilli fallbaráttu. Ólafur þekkir vel til hjá Erlangen þar sem hann var aðstoðarþjálfari.

„Ég las þetta og mér fannst þetta hrós frekar en hitt. Hann sagðist vilja sjá mig í toppliði frekar og ég er sammála því. Það er markmiðið og ástæða þess að ég fór í þessi skipti.

Ég skil vel að hann gagnrýndi þessi skipti en að mínu mati var þetta besta leiðin til að spila á sem hæsta stigi í framtíðinni. Stundum þarf að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram,“ sagði Viggó við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert