Slóvenía fór létt með Argentínu

Blaz Blagotinsek og félagar í slóvenska liðinu unnu Argentínu í …
Blaz Blagotinsek og félagar í slóvenska liðinu unnu Argentínu í dag. mbl.is/Eyþór

Slóvenía var ekki í neinum vandræðum með Argentínu í dag þegar liðin mættust í milliriðli fjögur á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Zagreb í Króatíu.

Slóvenar voru komnir í 15:8 fyrir hlé og unnu stórsigur, 34:23.

Þeir eru þá með 4 stig eftir þrjá leiki en Ísland og Egyptaland eru með 4 stig eftir tvo leiki og mætast í kvöld. Leikur Króatíu og Grænhöfðaeyja hefst klukkan 17 en Króatar eru með tvö stig og Grænhöfðamenn ekkert.

Tadej Kljun skoraði fimm mörk fyrir Slóvena, Kristjan Horzen, Mika Kavcic og Aleks Vlah fjögur hver. 

Ramiro Martínez og Juan Federico Gull skoruðu 4 mörk hvor fyrir Argentínu.

Brasilíumenn lentu í miklum vandræðum með Síle í milliriðli þrjú í Bærum í Noregi en sigruðu að lokum, 28:24.

Brasilía er þá með 4 stig eins og Portúgal, Svíþjóð og Spánn eru með 3 stig , Noregur og Síle ekkert.

Aron Kristjánsson fagnaði stórsigri með liði Barein sem vann Kúbu á sannfærandi hátt, 39:26, í fyrstu umferðinni í Forsetabikarnum í Porec í Króatíu. Þar spila liðin átta sem urðu í neðstu sætum riðlanna um sæti 25-32 á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert