„Þetta var næstum því heimskuleg spurning“

Elliði Snær Viðarsson fagnar með stuðningsmönnum Íslands í leikslok.
Elliði Snær Viðarsson fagnar með stuðningsmönnum Íslands í leikslok. mbl.is/Eyþór

„Þetta var næst­um því heimsku­leg spurn­ing, svarið er svo aug­ljóst,“ sagði kampa­kát­ur Elliði Snær Viðars­son, línumaður ís­lenska karla­landsliðsins í hand­knatt­leik, í sam­tali við mbl.is eft­ir 27:24-sig­ur Íslands gegn Egyptalandi í 1. um­ferð mill­iriðils fjög­ur í Za­greb í Króa­tíu í kvöld þegar hann var spurður að því hvernig hon­um liði eft­ir fræk­inn sig­ur ís­lenska liðsins.

Með sigr­in­um tyllti ís­lenska liðið sér á topp­inn í mill­iriðli fjög­ur, með 6 stig, og hef­ur tveggja stiga for­skot á Króa­tíu, Slóven­íu og Egypta­land þegar tveim­ur um­ferðum er ólokið en Ísland mæt­ir Króa­tíu á föstu­dag­inn og loks Arg­entínu á sunnu­dag­inn kem­ur.

„Mér líður mjög vel. Þetta var al­gjör­lega geggjaður leik­ur og mér finnst við ennþá eiga einn gír inni sem gef­ur góð fyr­ir­heit um fram­haldið. Við viss­um það, far­andi inn í leik­inn, að þetta er lið sem að vill alls ekki keyra upp hraðann í sín­um leikj­um. Að vera með fjög­urra marka for­skot gegn þannig liði er í raun eins og að vera með átta marka for­skot. Okk­ur leið mjög vel all­an leik­inn og við mölluðum í gegn­um seinni hálfleik­inn, sem ég er mjög ánægður með,“ sagði Elliði.

Klók­ir í sókn­ar­leikn­um

Íslenska liðið var með yf­ir­hönd­ina í leikn­um all­an tím­ann og lét for­yst­una aldrei af hendi.

„Varn­ar­lega vor­um við mjög þétt­ir og einu skipt­in sem þeir skora á okk­ur var annaðhvort þegar þeir troða bolt­an­um inn á lín­una eða ná að pressa okk­ur al­veg niður í teig­inn. Vikt­or Gísli var flott­ur fyr­ir aft­an okk­ur líka. Við dutt­um aðeins niður, varn­ar­lega, í seinni hálfleik en vor­um samt alltaf þétt­ir. Sókn­ar­lega vor­um við klók­ir og þol­in­móðir. Við spiluðum lang­ar sókn­ir og vor­um með færri tapaða bolta en oft áður. Mér líst virki­lega vel á fram­haldið.“

Alltaf gam­an í landsliðinu

Íslenska liðið hef­ur unnið alla fjóra leiki sína á mót­inu til þessa og er mik­il stemn­ing í liðinu.

„Það er alltaf gam­an að vera í landsliðinu, hvort sem við vinn­um eða töp­um, en það er klár­lega skemmti­legra þegar við vinn­um. Stemn­ing­in er mjög góð og verður alltaf betri, eft­ir því sem líður á. Við eig­um tvo leiki eft­ir, sem við ætl­um okk­ur að vinna. Króat­arn­ir verða að vinna okk­ur til þess að eiga mögu­leika á sæti í átta liða úr­slit­un­um þannig að leik­ur­inn gegn þeim verður hörku­leik­ur en við ætl­um okk­ur í átta liða úr­slit­in úr þessu,“ bætti Elliði Snær við í sam­tali við mbl.is í Za­greb.

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert