„Ég er geðveikt glaður, þreyttur og eitthvað alls konar. Það var sjúkt að vinna þetta. Þetta var rosalega mikilvægt og ég er drullusáttur,“ sagði kampakátur Orri Freyr Þorkelsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, í samtali við mbl.is eftir sigurinn á Egyptum á HM í kvöld.
Stuðningsmenn íslenska liðsins létu gríðarlega vel í sér heyra í kvöld og tóku yfir Arena Zagreb-höllina í króatísku höfuðborginni.
„Stuðningurinn er ómetanlegur. Það var ógeðslega fallegt að sjá þetta og geðveikt gaman að finna þennan stuðning frá fólkinu og landinu okkar. Þetta var geggjaður leikur í dag.“
Íslenska liðið var með forystu allan leikinn í dag og hélst hún í þremur til fimm mörkum nær allan tímann.
„Mér fannst við alltaf vera með frumkvæðið og við héldum vel í forskotið. Við spiluðum mjög góða vörn og svo vorum við betri í sókninni í dag en á móti Slóveníu. Við eigum samt enn þá mikið inni.“
Íslenska liðið gulltryggir sér sæti í átta liða úrslitum með sigri á Króatíu á föstudagskvöld og er í góðu skriði með fimm sigra úr fimm leikjum á mótinu.
„Við unnum Egypta sem eru með drullugott lið. Það var mikilvægt að vinna þá og nú þurfum við að vinna næsta leik og tryggja þetta sæti í átta liða úrslitum.
Mér finnst þetta fáránlega skemmtilegt. Það er eitthvað að verða til hjá okkur og við verðum að halda þessu áfram og keyra á þetta,“ sagði Orri.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |