Þetta var rosalega mikilvægt

Orri Freyr þakkar fyrir stuðninginn í kvöld.
Orri Freyr þakkar fyrir stuðninginn í kvöld. mbl.is/Eyþór

„Ég er geðveikt glaður, þreytt­ur og eitt­hvað alls kon­ar. Það var sjúkt að vinna þetta. Þetta var rosa­lega mik­il­vægt og ég er drullusátt­ur,“ sagði kampa­kát­ur Orri Freyr Þorkels­son, hornamaður ís­lenska landsliðsins í hand­bolta, í sam­tali við mbl.is eft­ir sig­ur­inn á Egypt­um á HM í kvöld.

Stuðnings­menn ís­lenska liðsins létu gríðarlega vel í sér heyra í kvöld og tóku yfir Ar­ena Za­greb-höll­ina í króa­tísku höfuðborg­inni.

„Stuðning­ur­inn er ómet­an­leg­ur. Það var ógeðslega fal­legt að sjá þetta og geðveikt gam­an að finna þenn­an stuðning frá fólk­inu og land­inu okk­ar. Þetta var geggjaður leik­ur í dag.“

Íslenska liðið var með for­ystu all­an leik­inn í dag og hélst hún í þrem­ur til fimm mörk­um nær all­an tím­ann.

Orri Freyr, lengst til hægri, fagnar í leikslok.
Orri Freyr, lengst til hægri, fagn­ar í leiks­lok. mbl.is/​Eyþór

„Mér fannst við alltaf vera með frum­kvæðið og við héld­um vel í for­skotið. Við spiluðum mjög góða vörn og svo vor­um við betri í sókn­inni í dag en á móti Slóven­íu. Við eig­um samt enn þá mikið inni.“

Íslenska liðið gull­trygg­ir sér sæti í átta liða úr­slit­um með sigri á Króa­tíu á föstu­dags­kvöld og er í góðu skriði með fimm sigra úr fimm leikj­um á mót­inu.

„Við unn­um Egypta sem eru með drull­ugott lið. Það var mik­il­vægt að vinna þá og nú þurf­um við að vinna næsta leik og tryggja þetta sæti í átta liða úr­slit­um.

Mér finnst þetta fá­rán­lega skemmti­legt. Það er eitt­hvað að verða til hjá okk­ur og við verðum að halda þessu áfram og keyra á þetta,“ sagði Orri.

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert