Þorgerður: Hefur ekki sést í áratugi

Þorgerður ásamt Katrínu Erlu dóttur sinni og Kristjáni Arasyni eiginmanni …
Þorgerður ásamt Katrínu Erlu dóttur sinni og Kristjáni Arasyni eiginmanni sem var landsliðsmaður Íslands um árabil. mbl.is/Eyþór Árnason

„Þetta er stór­kost­legt,“ sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is í miðborg Za­greb í kvöld.

Þor­gerður hef­ur verið í stúk­unni á fleiri stór­mót­um en flest­ir, fyrst til að fylgja eig­in­manni sín­um Kristjáni Ara­syni og svo syni sín­um Gísla Þor­geiri Kristjáns­syni.

„Það er alltaf ótrú­lega gam­an á svona mót­um og stemn­ing­in núna fyr­ir Egypta­leik­inn er frá­bær. Við fjöl­skyld­an erum alltaf spennt að fara í svona leiki og í svona spennu og hún er að magn­ast upp núna. Það er mjög mikið und­ir gegn Egypt­um,“ sagði hún.

„Kristianstad fyr­ir tveim­ur árum var frá­bær en það var ekki eins gam­an í München. Þetta fer mikið eft­ir hvernig strák­un­um okk­ar geng­ur. Það er eitt­hvað í loft­inu hérna og það er mik­il gleði. Það er enn gengið hægt um gleðinn­ar dyr en samt er of­sagam­an.

Það er frá­bært að sjá hvað það eru marg­ir sem vilja fylgja landsliðinu. Á ör­laga­stundu geta áhorf­end­ur verið eins og viðbót­armaður,“ sagði hún.

mbl.is/​Eyþór Árna­son

Þor­gerður veitti Vikt­ori Gísla Hall­gríms­syni viður­kenn­ingu fyr­ir að vera maður leiks­ins gegn Slóven­íu á mánu­dags­kvöld.

„Það var gæsa­húðar­augna­blik. Ég sagði að sjálf­sögðu já þegar ég var beðin um þetta. Þetta var mik­ill heiður, sér­stak­lega því ég hef verið inni í þess­um hand­bolta svona lengi.

Að láta Vikt­or Gísla fá verðlaun­in eft­ir þessa mögnuðu frammistöðu, svona frammistaða hjá ís­lensk­um markverði á stór­móti hef­ur ekki sést í ára­tugi. Það voru töfr­ar í þessu hjá hon­um.

Þetta var svo mik­il liðsheild, svo mik­il sam­kennd og stemn­ing. Þjálf­arat­eymið var svo frá­bært. Þeir lögðu þetta mjög vel upp og nýttu breidd­ina vel. Á því vannst leik­ur­inn,“ sagði hún.

Þor­gerður er spennt fyr­ir leikn­um og í kvöld og bjart­sýn sömu­leiðis.

„Við þurf­um á stuðningn­um að halda í kvöld á móti gríðarlega sterk­um Egypt­um. Þeir eru stór­ir, sterk­ir og með sjálfs­traustið í lagi en það sama má segja um okk­ar lið. Við átt­um að vinna þá,“ sagði hún.

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert