Við höfum engar áhyggjur af þessu

Almar Freyr Valdimarsson, til hægri, er klár í slaginn í …
Almar Freyr Valdimarsson, til hægri, er klár í slaginn í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

„Við erum öll mjög ró­leg. Þeir eru bún­ir að spila svo vel að við höf­um eng­ar áhyggj­ur. Ég held við séum að fara að taka þetta,“ sagði Alm­ar Freyr Valdi­mars­son, meðlim­ur í Sér­sveit­inni, stuðnings­manna­hópi ís­lensku landsliðanna í hand­bolta, í sam­tali við mbl.is.

„Það er búið að bæt­ast mjög í dag. Við vor­um bara með neðri hæðina á staðnum okk­ar fyr­ir fyrstu leik­ina en nú erum við með efri hæðina líka. Það er bú­ist við 600-800 Íslend­ing­um í dag,“ bætti Alm­ar við.

Hann sagði ekki sömu stemn­ingu í Króa­tíu í ár og var í Þýskalandi fyr­ir ári síðan.

„Þetta mót er búið að vera mjög fínt en maður sér minna þegar maður fer um borg­ina að það sé hand­bolta­mót í gangi. Það var meira áber­andi í Þýskalandi að það væri hand­bolta­mót í gangi. Fólk er meira fyr­ir fót­bolt­ann hérna,“ út­skýrði hann.

mbl.is/​Eyþór Árna­son

Alm­ar hef­ur verið dug­leg­ur að sækja mót Íslands und­an­far­in ár og eru fyr­ir­tæki til­bú­in að styrkja Sér­sveit­ina til að ís­lensku landsliðin fái sem best­an stuðning.

„Ég er bú­inn að fara á öll mót frá 2020, karla og kvenna. Þetta hef­ur verið ynd­is­legt. Við fáum styrki. Við erum með fé­lag sem er með kenni­tölu. Við söfn­um styrkj­um frá aðilum eins og Húsa­smiðjunni og Íslensku klíník­inni. Þau styrkja okk­ur vel, ásamt fleiri fyr­ir­tækj­um sem taka þátt.

Svo hitt­um við fólk í svona ferðum sem er til­búið til að hjálpa okk­ur. Við höf­um oft fengið svo­leiðis styrki og svo eru græjaðar rút­ur fyr­ir okk­ur á staði. Við erum mjög þakk­lát fyr­ir það,“ sagði Alm­ar.

Með eig­in­kon­unni

Alm­ar er í Za­greb ásamt eig­in­konu sinni Sonju Stein­ars­dótt­ur. Þau eru dug­leg að ferðast á stór­mót sam­an.

„Ég og kon­an mín erum hérna sam­an. Þetta er okk­ar áhuga­mál. Við erum ekki for­eldr­ar held­ur erum hérna sam­an til að hafa gam­an með vin­um. Það er alltaf gam­an að skoða ný lönd.“

Alm­ar hef­ur litl­ar áhyggj­ur af leik Íslands og Egypta­lands í kvöld, þar sem ís­lenska liðið hef­ur spilað mjög vel á mót­inu til þessa.

„Þeir eru bún­ir að spila rosa­lega vel og Vikt­or Gísli var svaka­leg­ur í mark­inu í síðasta leik. Vörn­in var að hjálpa hon­um og við héld­um út þrátt fyr­ir mikið af brott­vís­un­um. Ég held við tök­um þá. Þetta verður ekki stór­sig­ur en þetta verður sig­ur.

Bar­áttu­and­inn er rosa­leg­ur og leik­gleðin er klár­lega meiri en hún var í fyrra. Ég yrði mjög sátt­ur við fimmta sæti. Við erum með Dani, Frakka og önn­ur sterk lið. Við get­um ekki beðið um neitt mikið meira,“ sagði Alm­ar.

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert