Aron átti skemmtilegt augnablik með móður sinni

Aron Pálmarsson veifar til stuðningsmanna íslenska liðsins eftir sigurinn í …
Aron Pálmarsson veifar til stuðningsmanna íslenska liðsins eftir sigurinn í gær í Zagreb. mbl.is/Eyþór Árnason

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í góðum gír eftir sigur Íslands gegn Egyptalandi í milliriðli fjögur á heimsmeistaramótinu í Zagreb í Króatíu í gær.

Leiknum lauk með þriggja marka sigri Íslands, 27:24, en Aron átti stórleik fyrir íslenska liðið og var næstmarkahæstur með átta mörk.

Með sigrinum tyllti Ísland sér á topp milliriðilsins en liðið mætir heimamönnum í Króatíu í Zagreb og getur með sigri, eða jafntefli, tryggt sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Eftir leik heilsaði Aron upp á móður sína, Arndísi Heiðu Einarsdóttur sem var á meðal áhorfenda í stúkunni. Mæðginin spjölluðu saman í leikslok og tóku svo sjálfsmynd saman en mynd af þessu má hér fyrir neðan.

Aron Pálmarsson ásamt móðir sinni Arndísi Heiðu Einarsdóttur.
Aron Pálmarsson ásamt móðir sinni Arndísi Heiðu Einarsdóttur. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert