Dagur einn besti þjálfari heims

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans mæta Íslandi á föstudagskvöld.
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans mæta Íslandi á föstudagskvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

Ísland mætir Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á HM karla í handbolta í Zagreb annað kvöld klukkan 19.30. Með sigri tryggir Ísland sér sæti í átta liða úrslitum mótsins.

„Mér líst vel á Króatíuleikinn og það verður gaman að eiga við þá. Það er gaman að spila gegn heimaþjóðinni og það gefur þeim aukakraft.

Þar fyrir utan eru þeir með frábært lið og einn besta þjálfara í heiminum í dag. Við munum undirbúa okkur vel og mætum brattir til leiks,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari við mbl.is í gærkvöldi.

Dagur Sigurðsson er þjálfari Króatíu og eru þeir Snorri báðir uppaldir hjá Val.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert