Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson meiddist á æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í keppnishöllinni í Zagreb í Króatíu í vikunni.
Sveinn er á batavegi og hefur Snorri Steinn Guðjónsson ekki áhyggjur af stöðu mála.
„Staðan á honum er fín. Hann er allur að koma til. Ef á þarf að halda getur hann verið með. Hann steig vitlaust niður á einhverjum djöfulsins kanti í höllinni. Það er engin dramatík eða þörf að gera breytingar,“ sagði Snorri við mbl.is.