Nostradamus í íslensku sérsveitinni

Þorsteinn Þórólfsson spáði þriggja marka sigri Íslands gegn Egyptalandi á …
Þorsteinn Þórólfsson spáði þriggja marka sigri Íslands gegn Egyptalandi á þriðjudaginn. mbl.is/Eyþór

Þorsteinn Þórólfsson, meðlimur í íslensku Sérsveitinni, stuðningsmannasveit íslensku landsliðanna í handbolta, prýddi forsíðu Morgunblaðsins í gær, miðvikudaginn 22. janúar.

Hann var meðal annars beðinn um það að spá fyrir um úrslitin í leik Íslands og Egyptalands sem fór fram í gærkvöldi í 1. umferð milliriðils fjögur á heimsmeistaramótinu í Zagreb.

Frábært mót til þessa

Þetta er búið að vera algjörlega frábært mót til þessa,“ sagði Þorsteinn í samtali við mbl.is á þriðjudaginn.

„Þessi leikur verður mjög spennandi og mikilvægur. Ég býst við jöfnum leik en við tökum þetta með þremur mörkum, 27:24,“ bætti Sérsveitarmeðlimurinn svo við í samtali við mbl.is.

Skemmst er frá því að segja að Ísland vann frækinn sigur, 27:24, og tyllti sér um leið á toppinn í milliriðli fjögur með sex stig þegar tveimur umferðum er ólokið í milliriðlakeppninni.

Þorsteinn Þórólfsson prýddi forsíðu Morgunblaðsins, miðvikudaginn 22. janúar.
Þorsteinn Þórólfsson prýddi forsíðu Morgunblaðsins, miðvikudaginn 22. janúar. mbl.is/Morgunblaðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert