Íslenska landsliðið hefur ekki unnið til verðlauna á stórmóti frá árinu 2010 er liðið vann brons á EM.
Elliði Snær Viðarsson spilar með Gummersbach í þýsku 1. deildinni og Evrópudeildinni en ekkert jafnast á við gott gengi hjá landsliðinu og uppeldisfélaginu ÍBV.
„Það er bara eitt sem gæti mögulega jafnast á við verðlaun með landsliðinu á stórmóti og það er að vinna Evrópu- eða Meistaradeildina með ÍBV en það er víst ólíklegt.
Að vinna slíkt fyrir litla samfélagið í Vestmannaeyjum gæti mögulega toppað það en samt yrðu verðlaun með íslenska landsliðinu sennilega enn betri,“ sagði Elliði við Morgunblaðið.
Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun.