Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er hrifinn af Degi Sigurðssyni landsliðsþjálfara Króata. Ísland mætir Króatíu í fimmta leik sínum á HM í kvöld.
Dagur var áður fyrirliði landsliðsins, áður en Aron mætti til leiks í landsliðstreyjunni.
„Ég sá Dag ekki mikið spila en ég hef heyrt mikið af sögum af honum, sérstaklega sem fyrirliða. Ég hef talað margoft við hann og þekki vel. Dagur er æðisleg týpa og hann er með vott af öllu og svolítið með þetta bara,“ sagði Aron við mbl.is.