Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, gerir eina breytingu á leikmannahópi sínum fyrir stórleikinn gegn Króatíu í 2. umferð milliriðils fjögur á HM í Zagreb í Króatíu í kvöld.
Einar Þorsteinn Ólafsson kemur inn í leikmannahóp íslenska liðsins í staðinn fyrir Bjarka Má Elísson sem þurfti að draga sig óvænt úr hópnum í dag vegna meiðsla.
Bjarki Már tekur ekki frekari þátt í mótinu í ár og var Stiven Tobar Valencia kallaður inn í hans stað en hann verður utan hóps í kvöld, ásamt Sveini Jóhannessyni sem er einnig tæpur vegna meiðsla.
Ísland er í efsta sæti riðilsins með 6 stig en Króatía er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig. Leikurinn hefst klukkan 19:30 í Zagreb og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.
Leikmannahópur Íslands:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson
Viktor Gísli Hallgrímsson
Aðrir leikmenn:
Aron Pálmarsson
Einar Þorsteinn Ólafsson
Elliði Snær Viðarsson
Elvar Örn Jónsson
Gísli Þorgeir Kristjánsson
Haukur Þrastarson
Janus Daði Smárason
Orri Freyr Þorkelsson
Óðinn Þór Ríkharðsson
Sigvaldi Björn Guðjónsson
Teitur Örn Einarsson
Viggó Kristjánsson
Ýmir Örn Gíslason
Þorsteinn Leó Gunnarsson