Fullir sjálfstrausts og ætlum að vinna

Sigvaldi var í góðu skapi er hann ræddi við mbl.is.
Sigvaldi var í góðu skapi er hann ræddi við mbl.is. mbl.is/Eyþór Árnason

Ísland mætir Króatíu í fimmta leik sínum á HM karla í handbolta klukkan 19.30 í Zagreb í kvöld. Með sigri gulltryggir Ísland sér sæti í átta liða úrslitum, þrátt fyrir að ein umferð verði eftir í milliriðli.

„Þetta er mjög mikilvægur leikur sem við ætlum að vinna. Við viljum gera þetta auðveldara fyrir okkur með því að vinna. Við erum fullir sjálfstrausts og það er góður andi í hópnum. Við ætlum að halda þessu áfram,“ sagði hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson við mbl.is.

Ísland hefur unnið Slóveníu og Egyptaland í tveimur síðustu leikjum og gert betur gegn sterkum liðum á mótinu í ár en á EM í fyrra.

„Við erum búnir að vera með Snorra í ár núna og það er að skila sér. Okkur líður vel saman og hópurinn er orðinn þéttur. Við erum alltaf að verða betri og betri,“ sagði Sigvaldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert