Bjarki Már Elísson hefur neyðst til að draga sig úr íslenska landsliðshópnum sem tekur nú þátt á HM í handbolta vegna meiðsla. Stiven Tobar Valencia hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Bjarka Más.
Báðir eru þeir vinstri hornamenn en Bjarki Már er með rifu í vöðva aftan í hnésbótinni og verður af þeim sökum frá í einhvern tíma.
Stiven er 24 ára gamall og tekur nú þátt á sínu öðru stórmóti en hann fór með Íslandi á EM á síðasta ári.