Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson á von á erfiðum leik í kvöld er Ísland og Króatía mætast á heimsmeistaramóti karla í handbolta. Ísland tryggir sér sæti í milliriðli með sigri á meðan heimamenn í Króatíu eru með bakið upp við vegg.
„Við þurfum að ná í eins leiki og við höfum verið að gera. Það dugar ekkert minna. Ef eitthvað er þurfum við að gefa í. Við erum að spila við heimaþjóð og það verður troðfull höll.
Það eru læti, grimmd og ástríða í þeim og við þurfum að vera tilbúnir í það. Það verður hart tekist á og þeir eflaust nálægt því að verða grófir,“ sagði Snorri við mbl.is.